Fara í efni

Yfirlit frétta

Áramót í Múlaþingi
30.12.20 Fréttir

Áramót í Múlaþingi

Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur öllum áramótabrennum verið aflýst í Múlaþingi. Flugeldasýningar í samstarfi við Björgunarsveitir verða haldnar á Djúpavogi og á Egilsstöðum. Vegna samkomutakmarkana eru íbúar vinsamlegast beðnir um að njóta þeirra að heiman eða úr bílum sínum, safnast ekki saman í stórum hópum og virða fjarlægðartakmörk.
Bein útsending - Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga
30.12.20 Fréttir

Bein útsending - Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga

Rýmingu aflétt á stærra svæði á Seyðisfirði
29.12.20 Fréttir

Rýmingu aflétt á stærra svæði á Seyðisfirði

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands könnuðu aðstæður í Botnabrún í dag og ekki er að sjá neinar breytingar að ráði frá því fyrir jól. Einnig hefur hreyfing verið mæld daglega og er hún lítil sem engin. Því er talið að stöðugleiki hafi aukist nægilega mikið til þess að hægt sé að aflétta frekari rýmingu. Enn er í gildi rýming á því svæði sem er rauðlitað á meðfylgjandi korti. Staðan í farvegi stóru skriðunnar sem féll föstudaginn 18. desember og í nágrenni hennar verður skoðuð frekar á morgun.
Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður
29.12.20 Fréttir

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður Haldinn á Facebook miðvikudaginn 30. desember 2020 klukkan 15:00. Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings https://www.facebook.com/mulathing Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Seyðisfjörður
29.12.20 Fréttir

Frekari aflétting rýmingar í skoðun – english

Veðurstofan er nú við mælingar og vettvangsskoðun í hlíðum Seyðisfjarðar. Gert er ráð fyrir að unnið verði úr þeim gögnum í dag og niðurstaða liggi fyrir síðar í dag eða í kvöld. Ákvörðun um frekari afléttingu rýminga verður þá tekin og niðurstaðan kynnt í kjölfarið. Dragist niðurstöður mun tilkynning send þess efnis, í síðasta lagi klukkan níu í kvöld.
Seyðisfjörður
29.12.20 Fréttir

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga 30. desember

Haldinn verður upplýsingafundur fyrir Seyðfirðinga miðvikudaginn 30. desember kl. 15.00. Fundinum verður streymt í gegnum Facebook síðu Múlaþings, www.facebook.com/mulathing.
Ljósmynd Ómar Bogason
29.12.20 Fréttir

Landsmenn hvattir til að styrkja björgunarsveitina á Seyðisfirði með kaupum á rafrænum flugeldum

Rafrænir flugeldar í þrívíddarviðburðinum Áramótasprengjunni á RÚV á gamlárskvöld Í kjölfar aurskriðanna á Seyðisfirði hefur verið unnið hörðum höndum að því að færa samfélagið og innviði þess þar aftur til fyrra horfs. Jafnframt hefur verið ákveðið að í stað hefðbundinna flugeldasprenginga um áramót verði heimafólki hlíft við slíkum hljóðum, en að þess í stað verði kertum fleytt við Lónið.
Ljós fyrir Seyðisfjörð
29.12.20 Fréttir

Ljós fyrir Seyðisfjörð

Í kjölfar náttúruhamfaranna á Seyðisfirði hefur Björgunarsveitin Ísólfur tilkynnt að ekki verði af sölu flugelda að þessu sinni vegna þess að húsnæði Björgunarsveitarinnar varð fyrir hamfaraflóðinu. Einnig hefur verið ákveðið að aflýsa árlegri flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar og sveitarfélagsins af tillitssemi við íbúa sem hafa kallað eftir því að flugeldum verði ekki skotið upp að þessu sinni. Margir þjást vegna áfallsins sem þeir urðu fyrir þegar hamfaraskriðan fór niður og geta ekki hugsað sér að upplifa drunur úr fjöllunum sem sprengingar frá flugeldum valda. Af tilliti til þeirra verður ekki flugeldasýning. Í staðinn hefur verið ákveðið að safnast saman við Lónið í hjarta bæjarins til að tendra ljós fyrir Seyðisfjörð.
Seyðisfjörður - Aflétta á rýmingu að hluta
28.12.20 Fréttir

Seyðisfjörður - Aflétta á rýmingu að hluta

Fundi almannavarnanefndar, viðbragðsaðila og Veðurstofu lauk rétt í þessu. Þar kynnti Veðurstofa niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar. Var niðurstaðan sú að aflétta rýmingu að hluta. Henni hefur því verið aflétt í eftirtöldum húsum:
Seyðisfjörður
28.12.20 Fréttir

Seyðfirðingar - Vinsamlegast að fara sparlega með heitavatnið yfir hátíðarnar

Kæru Seyðisfirðinga við verðum að biðla til ykkar að fara sparlega með heitavatnið yfir hátíðarnar vegna vandamála í kerfinu hjá okkur.
Getum við bætt efni þessarar síðu?