13.10.2021
kl. 14:00
Íbúafundur vegna skriðumála á Seyðisfirði verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 14. október kl. 16-18 í Félagsheimilinu Herðubreið – í bíósal.
Lesa
13.10.2021
kl. 13:44
Nú hafa fundist fjögur kuml á sama svæði við fornleifauppgröftinn í landi Fjarðar á Seyðisfirði þannig að þarna er kumlateigur. Uppgröftur næstu daga mun skera úr um hvort fleiri kuml séu á kumlateignum. Mannvistarleifar sem fundist hafa í uppgreftrinum eru miklu umfangsmeiri og fjölbreyttari en búast mátti við út frá forkönnunum í fyrra.
Lesa
12.10.2021
kl. 17:28
// eng //
// pol //
Mælt er með að umferð um göngustíga meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum verði áfram með aðgæslu.
Hættustig almannavarna sem hefur verið í gildi færist nú á óvissustig.
Engar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar utan þeirra er mælst hafa í hryggnum.
Áfram verði aðgæsla vegna umferðar á göngustígum meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum.
Lesa
11.10.2021
kl. 20:45
// eng //
// pol //
Engar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar utan þeirra er mælst hafa í hryggnum.
Öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið er óheimil. Umferð um göngustíga meðfram Búðará og annarsstaðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum verði áfram með aðgæslu.
Lesa
10.10.2021
kl. 18:33
Unnið er útreikningum á því hvort leiðigarðar og safnþró taki við því efni sem óstöðugt er í hlíðinni, jafnvel þó það fari allt í einu. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir strax eftir helgi. Ákvörðun um afléttingu rýmingar verður þá tekin.
Engar aðrar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar.
Lesa
09.10.2021
kl. 16:13
// eng //
// pol //
Herðubreið verður opin í dag og á morgun frá klukkan 14 til 16 líkt og verið hefur. Öll velkomin.
Ekki er gert ráð fyrir að íbúar geti snúið til síns heima fyrr en eftir helgi. Öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið er óheimil.
Lesa
08.10.2021
kl. 13:13
16. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum, 13. október 2021 og hefst klukkan 14:00.
Lesa
08.10.2021
kl. 11:47
Herðubreið verður opin klukkustund lengur í dag en aðra daga, eða frá klukkan 14 til 17.
Klukkan 16 verður Teams fundur í Herðubreið þar sem fulltrúar Veðurstofu munu mæta til framsögu og svara spurningum. Íbúar í húsum á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Allir velkomnir.
Vegna úrkomu í gær og óvissu sem henni fylgir, verður ekki í boði fyrir íbúa á rýmingarsvæðum að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Þá er öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið óheimil.
Lesa
08.10.2021
kl. 08:59
Hátíðin Dagar myrkurs verður haldin á Austurlandi 27. október - 31. október í tuttugasta og annað skiptið.
Dagar myrkurs er byggðahátíð Austurlands þar sem gervallur fjórðungurinn leggst á eitt við að gera íbúum og gestum þeirra glaða daga í svartasta skammdeginu og lýsa það upp – ellegar undirstrika það með skírskotun í ríkan drauga- og vættaarf. Í fimm daga rekur svo hver viðburðurinn annan í hverju bæjarfélagi og ættu háir sem lágir að finna eitthvað við sitt hæfi í dagskránni.
Lesa
07.10.2021
kl. 17:13
// english //
// polish //
Rýming mun vara fram yfir helgi.
Herðubreið verður opin á morgun milli klukkan 14 og 16 og alla daga fram yfir helgi meðan rýming varir. Íbúar í húsum á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Vegna úrkomu í dag og óvissu sem henni fylgir, verður ekki í boði fyrir íbúa á rýmingarsvæðum að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Þá er öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið óheimil.
Lesa