Fara í efni

Yfirlit frétta

Enn skriðuhætta á Seyðisfirði
23.10.21 Fréttir

Enn skriðuhætta á Seyðisfirði

// eng // //pol // Enn skriðuhætta á Seyðisfirði og íbúar hvattir til varkárni við Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum.
Vélin sem um ræðir
22.10.21 Fréttir

Vinnuvél til sölu

Múlaþing auglýsir til sölu Kubota L245DT, árgerð 1982.
Frumsýning á vandræðafarsa
20.10.21 Fréttir

Frumsýning á vandræðafarsa

Tom, Dick & Harry verður frumsýnt á Iðavöllum laugardaginn 23. október klukkan 20:00.
Sundlaug Egilsstaða.
20.10.21 Fréttir

Endurbætur á heitum pottum í Sundlauginni á Egilsstöðum

Í haust hafa farið fram endurbætur á heitum pottum í Sundlauginni á Egilsstöðum. Þegar farið var að rýna í ástand pottanna kom í ljós að þeir voru verr farnir en búist var við. Við því þarf að bregðast og er nú unnið að því að lagfæra það sem hægt er og skipta út því sem þarf og verða pottarnir dúklagðir að öllu því loknu.
Gert er ráð fyrir kólnandi veðri og snjókomu
19.10.21 Fréttir

Gert er ráð fyrir kólnandi veðri og snjókomu

Enn er í gildi óvissustig almannavarna á Seyðisfirði.
Kl 17 : Ekki talin ástæða til rýmingar
18.10.21 Fréttir

Kl 17 : Ekki talin ástæða til rýmingar

Þar sem sólarhringsúrkoma fer ekki yfir þau mörk sem hlíðin hefur áður tekið við frá því skriður féllu í desember síðastliðnum þykir ekki ástæða til rýmingar.
Úrkoma á Austurlandi, ekki talin ástæða til rýminga
18.10.21 Fréttir

Úrkoma á Austurlandi, ekki talin ástæða til rýminga

Vel er fylgst með mælum í hlíðum ofan Seyðisfjarðar og viðeigandi ráðstafanir gerðar þyki ástæða til. Engar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar utan þeirrar er mælst hefur í hryggnum. Áfram verði aðgæsla vegna umferðar á göngustígum meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á Seyðisfirði.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri.
18.10.21 Fréttir

Múlaþing hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar annað árið í röð

Múlaþing hlaut á dögunum viðurkenningu Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) en um er að ræða hreyfiaflsverkefni með það markmið að jafna stöðu kynja í efstu stjórnendalögum fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana og er hlutfallið 40/60 haft til hliðsjónar við matið. Eliza Reid kynnti viðurkenningahafa á ráðstefnu sem bar heitið Jafnrétti er ákvörðun í beinni útsendingu á RÚV. Þess má geta að Múlaþing hlaut einnig viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar fyrir árið 2020.
Búist við úrkomu aðfaranótt mánudags á Seyðisfirði
15.10.21 Fréttir

Búist við úrkomu aðfaranótt mánudags á Seyðisfirði

Af þessum sökum gæti komið til rýmingar í húsum undir Botnabrún á Seyðisfirði einkum í nágrenni við stóra skriðusárið. Ekki er orðið ljóst hversu viðamikil sú rýming yrði og verður tekin ákvörðum um framhaldið um miðjan dag næstkomandi sunnudag. Fólk er vinsamlegast beðið um að fylgjast með veðurspá og fréttatilkynningum á sunnudaginn.
Fuglateiknismiðjur á BRAS
14.10.21 Fréttir

Fuglateiknismiðjur á BRAS

BRAS- menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi er nú haldin í fjórða sinn og um allt Austurland. Í ár tengist þema BRAS náttúrunni og umhverfisvernd, en yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er unga fólkið og umhverfið og byggir á 24.grein barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Getum við bætt efni þessarar síðu?